Sísí fríkar út

Ameríkanar segja að þegar harðni á dalnum, þá taki duglegt fólk til hendinni: When the going gets tough, the tough get going.

Það er þessi hugsun sem við þurfum á að halda nú um stundir en ekki að fara á taugum, eins og manni sýnist órólega deildin í VG vera að gera. Látum vera að stjórnarandstaðan viti ekki sitt rjúkandi rá, það er varla við öðru að búast, en maður hlýtur að gera þá kröfu til þeirra sem hafa tekið að sér að stjórna landinu og leiða okkur út úr vandræðunum, að þeir fríki ekki út þegar 'the going gets tough'. 

Mér fannst Ögmundur Jónasson færa ágætlega málefnaleg rök fyrir brotthvarfi sínu úr ríkisstjórninni fyrir helgina, og gat alveg virt þau sjónarmið, en síðan virðist hann smám saman hafa magnað upp í sér gömul innanflokksergelsi með þeim afleiðingum að þjóðarhag er stefnt í voða.

Ég er enginn sérstakur aðdáandi þessarar ríkisstjórnar en fæ ekki séð að aðrir raunhæfir valkostir séu fyrir hendi. Á meðan svo er þarf hún stuðning, ekki paník. Eða eins og Ameríkanar segja líka: ef þú þolir ekki hitann skaltu halda þig frá eldhúsinu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Carl Jóhann Granz

Getur ekki jafnvel verið að ríkisstjórnin sé að fara á taugum? Maður spyr sig.

Því þau vinnubrögð sem Ögmundur hefur kallað eftir er að það verði þingið sem nái sátt sín á milli um þau stóru mál sem liggja fyrir þjóðinni en ekki heimting á meirihluta innan stjórnarflokkanna.

Einmitt þau sömu vinnubrögð sem björguðu því sem bjarga varð í Icesave málinu í sumar. Sátt allra um fyrirvarana.

Carl Jóhann Granz, 7.10.2009 kl. 20:20

2 Smámynd: Steingrímur Helgason

~Þegar farið verður fært, þá verður fært að fara~...

Steingrímur Helgason, 8.10.2009 kl. 00:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband