Hvað er að þessu liði?

Mikið lifandis skelfingar ósköp er ég orðinn leiður á þessu ófétis IceSave máli. Og veit að ég er síður en svo einn um það.

Og ekki síður er ég pirraður á fólkinu sem er að draga þetta á langinn við hvert tækifæri. Hvað er eiginlega að þessu liði? Þetta er löngu tapað stríð, Geir Haarde og hans fólk skildi það vel þegar það lofaði að standa við skuldbindingar ríkisins.

Það hefur legið fyrir í heilt ár að við verðum að borga, jafn skítt og það er. Það er búið að þaulkanna allar aðrar raunhæfar leiðir. Bretar og Hollendingar vilja skiljanlega fá sína peninga til baka og ekkert múður. Þeir láta ekki plata sig með óraunhæfum fyrirvörum, það myndum við heldur ekki vilja gera.

Nú á Alþingi að hætta skrípaleiknum, afgreiða þetta mál í eitt skipti fyrir öll á einum degi og svo getum við snúið okkur að öðru. Eins og til dæmis að taka í rassgatið á dónunum í Alþjóða gjaldeyrissjóðnum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

<þetta lið er allt heiladautt og er að þvæla inn sínum pólitísku bullhugmyndum í allt og ekkert, sjáðu bara gáfurnar að neita álveri á Bakka, tefja Helguvík og neita sækja um undanþágu´í Kyoto og hvað þá heldur að auka ekki kvótann, innkalla hann allann og leigja hann út á 150 kall kg.Það verður að gera allt sem hægt er til að bjarga þjóðinni en ekki að vera þóknast grillum VG um einhverjar hugsjónir sem þau hafa ekki einu sinni, þær eru bara notaðar til að sækja atkvæði fábjána. Og svo tekur það eina viku að taka upp dollar og þá þurfum við ekki þessi risalán sem nota á í að halda uppi gengi ónýtrar krónu.

Ragnar Örn Eiríksson (IP-tala skráð) 9.10.2009 kl. 22:18

2 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Sammála þér Ómar, nú er mál að linni. Jóhönnu finnst það líka.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 9.10.2009 kl. 23:47

3 Smámynd: Brattur

Stjórnarandstaðan hefur hagað sér skammarlega, hún virðist ekki hafa áhuga á að hjálpa til.

Það væri betra að þingmenn stjórnarandstöðunnar færu eftir slagorðinu sem var í tyggjóauglýsingunni;

Oft er betra að tyggja en tala !

Brattur, 10.10.2009 kl. 10:10

4 identicon

Við tökum AGS best í rassgatið með því að segja bless við það strax, þó fyrr hefði verið. Þvílíkir bakþankar sem það lið allt fengi þá. Gerum eins og Ragnar segir, tökum upp dollarinn og leyfum AGS að sigla  sinn sjó. Ef þeir vilja áfram innheimta fyrir breta og hollendinga geta þeir snúið sér að þeim sem sem stofnuðu til skuldanna.  

assa (IP-tala skráð) 10.10.2009 kl. 10:11

5 Smámynd: Baldur Hermannsson

Það er lýðræði á Íslandi og mönnum leyfist að hafa aðrar skoðanir en Jóhanna og Steingrímur. Andstæðingar Icesave hafa fært fram skýr rök fyrir afstöðu sinni og margir lögfróðir menn hafa tekið undir þau. Ég er svolítið undrandi á stóryrðum pistlahöfundar. Sjálfur hallast ég hins vegar að því að þetta stríð sé tapað. Við neyðumst til að borga en við verðum að standa á rétti okkar til þess að vísa málinu til dómstóla - og verði sá úrskurður okkur í hag verða Bretar og Hollendingar að borga brúsann sjálfir.

Baldur Hermannsson, 10.10.2009 kl. 11:15

6 Smámynd: Ómar Valdimarsson

Baldur er drepfyndinn. &#39;Stóryrði&#39; undirritaðs! Ég kíkti inn á bloggið hans. Þar eru ekki einasta stóryrði heldur subbukjaftur sem er honum síður en svo til sóma.

Ómar Valdimarsson, 11.10.2009 kl. 23:36

7 Smámynd: Baldur Hermannsson

Óttaleg kerling geturðu verið Ómar.

Baldur Hermannsson, 12.10.2009 kl. 13:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband