Frábært framtak

Stundum er ástæða til að taka ofan fyrir fólki fyrir það sem vel er gert. Eins og til dæmis fyrir ríkisstjórninni núna fyrir siðareglur fyrir ráðherra og starfsfólk stjórnarráðsins. Frábært framtak og vel að verki staðið hjá þremenningunum sem stýrðu verkinu.

Það er í rauninni stórundarlegt að þetta hafi ekki verið gert fyrir löngu - en það kemur að vísu í ljós við lestur reglnanna og greinargerðarinnar að siðareglur eru til í stöku ráðuneyti.  Ennþá betra!

Stjórnkerfi sem hefur það að skráðu markmiði að halda grunngildin (óhlutdrægni, ábyrgð, þjónustu og heilindi) í heiðri er ólíklegra til að fara sér að voða á ný. Þá verður ekki nauðsynlegt fyrir forsætisráðherra að biðjast afsökunar fyrir hönd stjórnvalda og stjórnkerfis. 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Já satt segir þú Ómar, siðareglur eru framför hvar sem þær eru settar

Hólmfríður Bjarnadóttir, 12.10.2009 kl. 22:59

2 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Að sjálfsögðu þurfti að setja siðareglur sem bönnuðu Jóhönnu Sigurðardóttur sem forsætisráðherra að kaupa sér kynlífsþjónustu.

Sigurgeir Jónsson, 13.10.2009 kl. 04:29

3 Smámynd: Geir Ágústsson

„Keisarinn er ekki í neinum fötum“.

http://andriki.is/default.asp?art=13102009

Geir Ágústsson, 15.10.2009 kl. 20:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband