Vont fyrir Moggann

Það eru ekki góðar fréttir fyrir Moggann að nokkrir dugmestu blaðamennirnir þar séu á förum - og varla á það bætandi eftir að nokkrum af reyndustu og vönduðustu blaðamönnum þar var sparkað á dögunum.

Nú er sagt frá því að blaðamennirnir Þórður Snær Júlíusson, Magnús Halldórsson og Þorbjörn Þórðarson séu að fara á Viðskiptablaðið, ásamt Björgvin Guðmundssyni, ritstjóra viðskiptafrétta. Að sama skapi eru þetta góðar fréttir fyrir Viðskiptablaðið.

Ekki þekki ég þessa menn en hef oft verið mikið hrifinn af því sem ég hef séð til þeirra, einkum þeirra Þórðar og Þorbjörns. Þeir hafa verið langfremstir í hópi þeirra sem fjallað hafa um hrunið af þekkingu og skynsemi.

Það skyldi þó ekki vera að maður þurfi að segja upp Mogganum fyrir Viðskiptablaðið til að geta fylgst almennilega með?!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Greinilegt að það er að halla undan fæti hjá Mogganum að ýmsan hátt.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 15.10.2009 kl. 22:35

2 Smámynd: Finnur Bárðarson

Búinn að segja honum upp. Það er nákvæmlega ekkert til lestrar þar lengur.

Finnur Bárðarson, 16.10.2009 kl. 16:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband