97% fjarverandi

Í fréttum er mikilvægt að setja hlutina í samhengi. Það vantar oft í þá kranablaðamennsku sem hér ríður húsum.

Það voru til dæmis miklar fréttir af því í gær að húsfyllir væri á borgarafundi séra Gunnars Björnssonar á Selfossi. Í Mogganum í dag er sagt frá því að hátt í 200 manns hefðu setið fundinn og samþykkt harðorðar ályktanir með séra Gunnari og gegn biskupi.

Íbúar á Selfossi eru um 6500. Í því samhengi var þetta fámennur fundur og því er ekki hægt að álykta að þau þrjú prósent íbúa sem sátu fundinn (þar með taldir gestir úr öðrum hreppum) tali fyrir allt bæjarfélagið. Það má svo velta fyrir sér hvers vegna hinir 6300 íbúarnir sátu heima.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Í einni frétt sem ég heyrði eða las, var talað um rúmlega hundrað manns. Tala fundarmanna breytir ekki því að þarna hefur orðið trúnaðarbrestur og hann verður ekki bættur með fundahöldum og þaðan af síður með málssókn.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 18.10.2009 kl. 00:01

2 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Ertu ekki að misskilja hugtakið kranablaðamennska hér?  Sé ekki betr en að misjöfnum sögum hafi farið af fundinum. Kranablaðamennska, er sótt úr orðinu Churnalism, eða kvarnarblaðamennska, þar sem allir fjölmiðlar endurrita fréttir fréttamiðlana, án þess að kanna sannleiksgildi og bakgrunn sjálf. (svona eins og erlendu fréttirnar á mbl, sem koma að mestu úr conservatívum amerískum miðlum)

Vil benda þér á góða bók um nútímafjölmiðlun, sem heitir "Flat Earth News" eftir: Nick Davies. Hann skilgreinir þetta alveg ljómandi.

Þetta er fáránleg greining hjá þér annars. Samkvæmt henni var búsáhaldabyltingin ómarktæk, þar sem aðeins mætti um 1,5% þjóðarinnar.

Í íbúatölum felast hlutföll gamalla og farlama, barna og unglinga, vinnandi og veikra.  Hvaða exi ertu að brýna hérna?

Ég er ekki að taka afstöðu hér í máli Gunnars, en aðeins benda þér á að skrif þín eru akkúrat í þeim anda, sem þú þykist gagnrýna.

Jón Steinar Ragnarsson, 18.10.2009 kl. 10:05

3 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Rétt að taka það fram einnig að í íbúaflóruni eru sennilega 90% sem engan áhuga hafa á kirkju og safnaðarstarfi og gæti ekki verið meira sama, hvaða hræringar þar fara fram.

Jón Steinar Ragnarsson, 18.10.2009 kl. 10:07

4 identicon

Ég veit nú ekki betur en um 6000 manns voru að berja potta og pönnur í janúar og heil ríkisstjórn féll í kjölfarið. Það voru ekki einu sinni 3% af þjóðinni heldur um 2% þ.e. 98% fjarverandi. Það er ekki alltaf fjöldinn sem skiptir máli. Það má því færa rök fyrir því að hávær minnihluti hafi fellt ríkisstjórnina.

Guðjón (IP-tala skráð) 18.10.2009 kl. 13:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband