Gott hjá Þóru

Mikið skolli eru þeir góðir, Hrunsþættir Þóru Arnórsdóttur og hennar manna. Glimrandi!

Ég þykist hafa fylgst nokkuð grannt með málum hér allt frá því morguninn góða þegar Glitnir var settur á hausinn (var m.a. á blaðamannafundi um það efni í Seðlabankanum þegar Lárus Welding sagði að Glitnir hefði verið vel rekinn banki og í góðu standi!) en mörgu af þessu var ég búinn að gleyma, enda umræðan áköf allar götur síðan og ekki alltaf um aðalatriðin.

Þó þóttist ég muna að þetta ófétis IceSave mál var að flækjast fyrir allt frá fyrsta degi, eins og svo vel var rakið í þættinum í kvöld, og að það hefði legið fyrir allt frá því í nóvember í fyrra að við yrðum að borga, nema við vildum lenda í eilífum félagsskap við Alþýðulýðveldið Kóreu, Zimbabwe, Sómalíu og fleiri slík ríki. Um ábyrgð Íslendinga var samið þá strax og síðan hefur ekki verið hjá því komist, enda varla von: ætli við Íslendingar hefðum ekki haft eitthvað að segja um hollenskan banka sem hingað hefði komið, boðið gull og græna skóga, og ætlað svo að stinga af með innlánin okkar eftir sex mánuði?

Miðað við hvernig þetta var allt í pottinn búið er ekki hægt annað en að dáðst að þeim Jóhönnu og Steingrími fyrir að hafa landað málinu með sæmilegum sóma. Og enn meiri er skömm þeirra manna sem fyrir þessu stóðu og leyfðu því að gerast.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

. . ."ætli við Íslendingar hefðum ekki haft eitthvað að segja um hollenskan banka sem hingað hefði komið, boðið gull og græna skóga, og ætlað svo að stinga af með innlánin okkar eftir sex mánuði?"

Þetta er alveg rétt hjá þér.  Við hefðum orðið brjáluð.  Eini munurinn er sá að Hollensk stjórnvöld hefðu hlegið að okkur ef við ætluðum að endurhiemta féð úr höndum þarlendra skattgreiðenda enda alveg útí hött að ætlast til þess.

Gunnar Jóhannsson (IP-tala skráð) 21.10.2009 kl. 13:31

2 identicon

Lýðskrumarar af hægri vængnum eru að reyna klína þessum svarta Pétri á Samfó og VG.

hörður halld. (IP-tala skráð) 21.10.2009 kl. 13:37

3 identicon

Það sem er svo ótrúlegt í þáttunum er hversu stjórnendur þessa lands, allir sem einn, virtust ekkert gera sér grein fyrir því hvað þessir guttar allir höfðu verið að gera, - hvað væri eiginlega í gangi.......

Helgi Pétursson (IP-tala skráð) 21.10.2009 kl. 15:09

4 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Satt segir þú Ómar, það má dást verulega að ríkisstjórninni að standa í lappirnar eins og skútunni hefur verið ruggað undanfarið.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 23.10.2009 kl. 00:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband