Lilja bullar

Lilja Mósesdóttir alþingismaður er að bulla í viðtali við Vísi í dag.

Þar segir hún: „Mér finnst það ekkert sjálfgefið að veru Alþjóðagjaldeyrissjóðsins sé framlengt um hálft ár. Mér finnst það eitthvað sem stjórnvöld þurfi að ræða við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn," og bætir við að Íslendingar hafi aldrei beðið um að vera hálfu ári lengur í prógramminu. Það sé alfarið ákvörðun Alþjóðagjaldeyrissjóðsins.

Lilja veit betur og er að blekkja fólk. Í greinargerð ríkisstjórnar og Seðlabanka til AGS, sem afgreidd var þar í gær, er það einmitt íslenska ríkisstjórnin sem óskar eftir hálfs árs framlengingu á efnahagsprógramminu vegna þess dráttar sem orðið hefur á endurskoðuninni. Ergo: stjórnvöld eru búin að ræða þetta við AGS.

Mér er svo sem alveg sama hvaða skoðun Lilja hefur á AGS - en ég er ósáttur við að alþingismaður reyni að ljúga upp í opið geðið á mér. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Er þetta nú boðlegt? Það er útaf fyrir sig í lagi að vera ósammála en að væna fólk um alla koppagrundu um að bulla og rugla er lágkúra. Hvað um smá umburðarlyndi?

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 29.10.2009 kl. 16:55

2 Smámynd: Björn Heiðdal

Ég sé ekki tilganginn með þessari blekkingu hjá henni.  Kannski er blaðamaðurinn að túlka orð hennar ónákvæmt?  Blaðamenn fara oft frjálslega með staðreyndir.  Síðan gæti Lilja verið að meina að AGS hafi þrýst á stjórnvöld sem hafi þurft að leggja formlega beiðni um framlengingu.  AGS hafi í raun ákveðið þetta en formsins vegna hafi stjórnvöld þurft að senda inn beiðni.

Björn Heiðdal, 29.10.2009 kl. 17:53

3 Smámynd: Ómar Valdimarsson

Það er sennilega ofsagt hjá mér að Lilja sé að ljúga, ég dreg það til baka og bið hana afsökunar á því. En eftir stendur að hún hlýtur að vita betur en hún lætur.

Ómar Valdimarsson, 29.10.2009 kl. 19:36

4 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Þetta er heldur þunnt lap hjá þér Ómar. Lilja hefur skoðanir á mörgum hlutum og hlýtur að hafa sett fram einhver sjónarmið sem Jóhönnu gremst meira en þetta.

Annars er það auðvitað rétt hjá henni, að Íslendingar hafa ekki beðið um framlengingu á nærveru AGS. Það gerði hins vegar Icesave-stjórnin, en eins og flestir vita, þá er hún ekki fulltrúi annara en Sossanna og varla það.

Væri ekki ráð fyrir þig Ómar, að draga alla færslu þína til baka ? Hvort þú biðst afsökunar á henni eða ekki, skiptir líklega engan neinu máli.

Loftur Altice Þorsteinsson, 30.10.2009 kl. 11:14

5 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Það er bara oft og iðulega svona með hana Lilju.  Erftitt að átta sig á  hvert hún er að fara - og stundum engu líkar en hún viti það ekki sjálf.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 30.10.2009 kl. 14:53

6 Smámynd: Ómar Valdimarsson

Loftur bullar líka. Það var ríkisstjórn Íslands sem óskaði eftir framlengingunni, skv. bréfi undirrituðu af forsætisráðherra, fjármálaráðherra og Seðlabankastjóra. Mín ábending sneri að því, ekki öðru.

En það er auðvitað vafasamt að kalla núverandi ríkisstjórn IceSave-stjórnina. Sú nafngift hlýtur frekar að eiga við þau stjórnvöld sem komu okkur í þessa klípu, þ.e. ríkisstjórnir Sjálfstæðisflokks og Framsóknar og svo Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar. 

Ómar Valdimarsson, 30.10.2009 kl. 15:32

7 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Málflutningu Lilju Mósesdóttir hefur oft hljómað undarlega í mínum eyrum. Ég tel að hún hafi komist á lista  með stuðningi "hinna reiðu" sem fannst frábært að hún talaði á móti stjórnvöldum. Getur verið að hún sé að tala uppí eyru sinna kjósenda þegar hún heldur fram meiningum sem eru þvert á stefnu og framkvæmdir ríkisstjórnarinnar.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 30.10.2009 kl. 17:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband