IceSave: aldrei borguð króna
10.12.2009 | 20:17
Þegar lengra verður komið í samningaferlinu við ESB, svo ekki sé nú minnst á þegar Íslendingar kasta krónunni fyrir róða og vilja taka upp Evru eins og almennilegt fólk, þá muni IceSave skuldirnar hreinlega verða afskrifaðar og jafnaðar út í einhverjum ESB-sjóðum. Annað eins hefur gerst á þeim bæ.
Frammámenn í Evrópusambandinu eru sammála um þetta í einkaviðtölum en leggja jafnframt á það áherslu að samningarnir verði engu að síður að fá lögformlega staðfestingu; það sé einfaldlega háttur siðaðra manna að ganga frá sínum skuldbindingum á viðeigandi hátt.
Ég hef líka heyrt stjórnarþingmann segja frá því að í innsta hring hér heima detti engum í hug að skuldirnar verði greiddar. Menn vilja hinsvegar ekki segja það upphátt vegna þess sem er fyrirsjáanlegt: afturhaldið og gargararnir munu tvíeflast í þrasinu og hleypa umræðunni í enn meiri vitleysu en hún er þegar komin í.
Ég verð að viðurkenna að ég varð nokkuð röndóttur í framan þegar ég heyrði þetta fyrst en þykist nú orðið vita að þetta gæti vel verið satt og rétt. Auðvitað fæst enginn til að staðfesta þetta...en sjáum hvað setur. Það á ekki að byrja að borga nærri strax.
Athugasemdir
Heldur þú, Ómar, að ESB afskrifi skuldir án þess að nokkuð komi á móti?
Páll Vilhjálmsson, 10.12.2009 kl. 20:44
Þetta er lúaleg aðför að sjálfstæði og fullveldi landsins, til þess að lauma okkur eins og skjóðu inní þetta hörmulega yfirrríkjasamband !
Fyrir þessu stendur Landráðafylkingin og þetta eru landráð af verstu sort !
Gunnlaugur I., 10.12.2009 kl. 20:59
Mikið er innsti hringurinn klár. Við notum sömu aðferðin og síðast. Tökum alltof stórt lán og borgum ekki. Snild!
Í kjölfarið segja allir með okkur "allt í plati".
Er þetta nokkuð sama hringurinn og stýrði skútunni í strand?
Jón G. (IP-tala skráð) 10.12.2009 kl. 21:08
Ómar,
Alveg sammála. Í raun er þetta sem margir hafa haldi fram lengi. Icesave er pólitísk. Þetta snýst um að standa við sín orð og halda andliti.
Þess vegna er AGS, Icesave og ESB aðild tengd. Allt hangir þetta á sömu spýtunni. Það er alveg ótrúlegt hvað illa hefur tekist að koma þessum skilaboðum áleiðis til þjóðarinnar.
Þessi peningar eru algjör skiptimynt fyrir ESB. Þetta hefur aldrei snúist um peninga heldur pólitík.
Andri Geir Arinbjarnarson, 10.12.2009 kl. 21:09
Sæll Ómar,
ég hef einmitt heyrt þetta sama frá stjórnarliðum, og skrifaði bloggpistil um nákvæmlega þetta.
Þrátt fyrir þessar kjaftasögur og loftkastala hafa stjórnarliðar ekki getað bent á nein dæmi um að ESB hafi komið ríkjum til bjargar á þennan máta. Nýju ESB ríkin náðu að semja um að þau myndu allavega fá jafnmikið til baka og þau greiddu til ESB og Litháen hefur verið að loka skólum og sjúkrahúsum þrátt fyrir lán frá ESB (lán, ekki nein gjöf). Hafa ekki líka einhverjar ráðherrar þvertekið fyrir nokkra baksamninga?
Stjórnarliðar, líkt og við stjórnarandstæðingar, geta ekki bent á hvar við eigum að fá gjaldeyrinn til að borga þetta og því er þetta þeirra eina von.
Vonin um að ESB muni koma eins og riddarinn á hvíta hestinum og bjarga þessu öllu saman.
Maður trúði svona ævintýrum kannski þegar maður var 5 ára, en við hljótum að gera þær kröfur til minnsta kosti alþingismanna að þeir séu hættir að trúa á jólasveininn.
Eygló Þóra Harðardóttir, 10.12.2009 kl. 21:10
Ómar, ég þekki þig ekki neitt og hef bara lesið tvær færslur en ég get ekki varist þeirri hugsun að þér þyki gaman af því að vera drýgindalegur og fá t.d. Pál Vilhjálmsson til að spyrja þig tíðinda. Sjálfur á ég kunningja sem hefur gaman af því að láta í veðri vaka að hann þekki ýmsa frammámenn í Evrópusambandinu sem leita jafnan til hans í trúnaði.
Hann var svo upp með sér yfir þessu að hann gekk í Samfylkinguna og mér þykir ekki ólíklegt að þið séuð orðnir málkunnugir.
Sigurður Þórðarson, 10.12.2009 kl. 21:10
Ómar,
Hér er færsla frá mér sem ég skrifaði á sömu nótum 18 október.
Bresk og hollensk stjórnvöld geta sagt við sína skattgreiðendur:
Íslendingar munu borga alla upphæðina með vöxtum.
Tíminn skiptir minna máli enda snýst þetta ekki um upphæðir hjá þeim heldur prinsipp og pólitík.
Íslendingar geta sagt við alþjóðasamfélagið:
Við stöndum við okkar orð og borgum.
Og vonandi geta íslensk stjórnvöld sagt við skattgreiðendur:
Nú kemur alþjóðasamfélagið okkur til hjálpar, AGS mun fara í sína endurskoðun og EB mun að öllum líkindum standa undir mestu af Icesave þegar allt kemur til alls, enda munum við fá alls konar styrki bakdyramegin á móti okkar greiðslum.
Áður en við förum að borga og þegar við erum komin inn í EB mun nefnd líklega skila áliti þar sem mun koma fram að gölluð EB reglugerð hafi átt þátt í Icesave klúðrinu og þar með verður þessi sjoppureikningur borgaður af EB.
Við getum því ýtt þessu Icesave til hliðar og hætt að fara af taugum út af þessu.
Allt bendir til að við munum aldrei borga neitt af þessu.
Andri Geir Arinbjarnarson, 10.12.2009 kl. 21:13
Þetta er nákvæmlega það sem ég og fleiri hafa haldið fram hér á blogginu síðan byrjað var að ræða um Icesave samninginn á Alþingi.
Mín röksemd var sú, að áróðurinn fyrir því, að við yrðum að samþykkja Icesave yrði endurnýttur, þegar kæmi að því að reka áróðurinn fyrir inngöngu í ESB.
Nú er því haldið fram, að við höfum ekki efni á að hafna samningnum af því að þá yrðum við algerlega utangarðs í heiminum og enginn myndi vilja hafa viðskipti við okkur og hvergi yrði nokkurt lán að hafa í útlöndum.
Svo þegar áróðurinn byrjar fyrir ESB, þá verður sagt að ef við samþykkjum inngönguna, þá muni bandalagið bjarga okkur út úr Icesave málinu og við hefðum alls ekki efni á því að hafna svo góðu boði, því við myndum aldrei geta borgað Icesave.
Samfylkingin svífst einskis, til að koma landinu inn í stórríkið.
Axel Jóhann Axelsson, 10.12.2009 kl. 21:20
Rétt hjá þér Axel Jóhann Axelsson. Það er ekki hægt að orða þetta betur.
Sigurður Þórðarson, 10.12.2009 kl. 21:39
Búin að heyra þetta lengi hér í þessu landi á meðal sendiráðsfólks alls staðar frá. Gangi þér vel í nýju starfi og á nýjum vetvangi kæri vinur.
Eigið góð jól þú og þín fjölskylda. Kv. Ía og Þórir Prag.
Ía Jóhannsdóttir, 10.12.2009 kl. 23:10
Ég hef það eftir heimildum að þegar við göngum í ESB eins og duglegt og gáfað fólk þá verði öll lán afskrifuð og atvinnuleysisbætur hækkaðar.
Björn Heiðdal, 10.12.2009 kl. 23:10
Sæll Ómar
Þetta er orðrómur sem búinn er að ganga lengi.
Þegar Bretar og Hollendingar kröfðust þess í haust að þeir fyrirvarar sem Alþingi setti í sumar, að þeim yrði breytt með þeim hætti sem nú liggur fyrir, þá liggur fyrir að samninganefndir þessara landa og ríkisstjórnirnar sem standa að baki þessum samninganefdnum, þær ætlast til að þessi lán verði greidd að fullu.
Við megum heldur ekki gleyma því að allar þjóðir ESB eru vanar að standa við allar sínar skuldbindingar og greiða öll sín lán upp í topp. Þær ætlast til að aðrar þjóðir geri slík hið sama. Þetta er einnig það sem við Íslendingar höfum alltaf gert, borgað alltaf allar okkar skuldir.
Af hverju ætti þessi venja og þessi hefð ekki að gilda varðandi Icesave?
Ég minni á að það eru bara 5 eða 10 ár síðan Þjóðverjar greiddu síðustu skaðabæturnar sem þeir voru dæmdir til að greiða vegna seinni heimstyrjaldarinnar.
Það er bara ekki þannig að þjóðir Evrópu standi ekki skil á þeim skuldbindingum sem þær hafa einu sinni ábyrgst að að greiða.
Að mínu mati er það mikill misskilningur haldi menn að þessar skuldir verði felldar niður.
Þessum kokteilpinnum sem halda öðru fram, þeim myndi ég aldrei treysta.
Friðrik Hansen Guðmundsson, 10.12.2009 kl. 23:34
Ef Hrun-Össur heldur þessu fram (það er væntanlega hann) og ef hann er að nota þessar sögur til að koma málinu fram og ef það fréttist að það er hann og ef það reynist síðan ekki rétt, - þá held ég að Íslandssagan muni dæma hann hart.
Hann sýndi nú ekki mikla dómgreind eða framsýni í síðustu stjórn. Trúa menn að hann sjái fram í tímann? Kannski hefur einhver platað hann sjálfan til að trúa þessu, en væri þetta altalað í London, Haag og Brussel, þá myndi það ekki fara leynt.
Ef það er þessi trú sem drífur menn áfram, þá eru menn geggjaðri en ég hélt.
Doddi D (IP-tala skráð) 11.12.2009 kl. 00:04
Snilldar kenning. Þá þurfum við ekki að hafa neinar áhyggjur yfir að leysa Icesave. - Málið dautt.
Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 11.12.2009 kl. 00:13
hræsnarar.
ico (IP-tala skráð) 11.12.2009 kl. 00:38
Nú hefur áróðursmaskínan náð nýjum hæðum. Hver lætur svona rugl út úr sér? Ég veit að samfylkingin er ábyrg hérlendis og geri ráð fyrir að með fólki erlendis sért þú að vísa í örfáar íslenskar hræður sem eru stuðningsmenn þessa gagnslausa flokks. Síðan hvenær þykja það góð fræði að segja fólki að skrifa undir himinháar skuldir því maður sé þess fullviss að þær verði afskrifaðar seinna. Ég hef bara aldrei heyrt annan eins þvætting.
Dagga (IP-tala skráð) 11.12.2009 kl. 00:42
Sæll Ómar
Þann 25. júní 2009 skrifaði ég á bloggið hjá mér, og má lesa nánar hér, eftirfarandi klausu.
Þrátt fyrir þetta kemur mér það á óvart hvernig menn eru strax farnir að nota þetta sölutrikk blygðunarlaust í baráttunni fyrir inngöngu í ESB.
Egill Jóhannsson, 11.12.2009 kl. 01:17
Fræddu okkur um það, Ómar Valdimarsson, hvernig þetta Evrópubandalag þitt hefur borgað upp skuldir Letta, Íra og Ungverja.
Ég tek ennfremur eftir því, að þú nefnir ekki eina einustu heimild fyrir fullyrðingum þínum.
Þeir, sem harðast gengu að okkur í þessu máli, voru Bretar og Hollendingar, og þeir tryggðu sér, að gufustjórnin hér á landi samþykkti, að ensk lög og enskir dómstólar (auk meginlandsdómstóls) skyldu úrskurða um öll vafamál og um vanefndir. Vanefndakafinn er afar ýtarlegur og ekki lögð í hann vinna til einskis; þeir gætu t.d. hirt af okkur Landsvirkjun. Dettur einhverjum í hug, að skítblankir Bretar neiti sér um þann ávinning? Eða halda menn, að þeir hafi hingað til hagað sér siðsamlega við þjóðir sem þeir eiga í fullu tré við og ásælast auðlindirnar frá?
Þeir sem eru á þeirri skoðun, ættu að kynna sér dæmi Fiji-eyja, sjá HÉR!. Sú lesing Tolstoys er hrikaleg, ég hvet alla til að kynna sér hana. Þó að eftirfarandi lokaorð þar nái lítt að fanga hryllinginn, vil ég gjarnan vitna hér í þau, af því að þarna kemur fram gamalkunn tækni Breta: stórveldið á nóg undir sér til að geta sýnt þolinmæði og biðlund nokkur ár og þótzt vera sanngjarnt með því (t.d. með því að veita öðrum það, sem einfaldir kalla "skjól"), en síðan hremma þeir svo sannarlega allt það sem þeir koma höndum yfir og þeim mun fremur sem þeir telja sig hafa einhverja yfirdreps-réttlætingu fyrir því.
En þannig lauk Leo Tolstoy þessari grein sinni: "England hagaði sér sem þrælahaldari með langtíma framtíðarsýn og drap ekki gullgæsina, fóðraði hana jafnvel, vitandi það að hún verpti vel. Í fyrstu slökuðu þeir á taumnum [sbr. 7 ára greiðsluleysi okkar!], sér til framdráttar, til þess eins seinna meir að taka í þá aftur og sökkva Fídjíbúum í... peningaþrældóm ..."
Það er því fullkomin ástæða til að minna á varnaðarorð ágæts Moggabloggara, Jón Lárusson heitir hann og skrifaði við annað tækifæri: "Að samþykkja Icesave og fara svo fram á endurskoðun er einhver sú vitlausasta tilraun til rökfærslu sem ég veit. Ef ég sem við þig um að borga þér eitthvað sem spurning er um hvort ég eigi að borga þér, ella hafir þú rétt á að hirða allar eigur mínar, hverjar eru þá líkurnar á því að þú sért tilbúinn til að endurskoða þennan samning með það fyrir augum að þú fáir minna? Sá sem gerir góðan samning endurskoðar hann ekki neitt, hann bara brosir. Ef við erum ekki sátt við þennan Icesave-samning þá eigum við ekki að samþykkja hann, heldur halda viðræðum áfram og leita nýrra lausna."
Að ímynda sér eins og Guðbjartur Hannesson, að kannski þurfum við ekki að borga, án þess að Bretarnir með sínu dóms- og lagavalda myndu þá taka í lurginn á okkur vegna meintra vanefnda og hirða af okkur bæði gull- og gjaldeyrisforða í krafti dómsúrskurða austan hafs og vestan, það ber vitni um ótrúlegt reynsluleysi svo háttsetts manns, að maður tali nú ekki um skortinn á hugmyndaflugi.
En Ómar heldur því reyndar fram hér, að Evrópubandalagið (EB) ætli sér að borga upp þessar gerviskuldir. Heimildin er þó ENGIN og í engum takti við nein fordæmi. Væri hins vegar farin sú leið, má Ómar sveia sér upp á, að það væri í ávinningsskyni gert: til að réttlæta töku fiskveiðiheimilda og olíuvinnslu hér við land eða með slíkt sem kröfu að baki "tilboðinu".
Engir aðrir en Vinstri grænir og Samfylkingin bera sök á því að koma okkur í svo afleita stöðu, með réttar- og dómsvaldsafsali sínu í málinu.
Æ sér gjöf til gjalda, og það er einfaldlega ekki plagsiður í henni veröld, að stórveldi borgi stórar fúlgur til ríkja fyrir einhver smáríki án þess að taka eitthvað í staðinn.
Ef Ómar trúir því samt, að EB hrifsi ekkert frá okkur, heldur láti bara undan óskum okkar og þrýstingi, þá má hann til með að segja okkur frá því, hvernig við, með 0,06% atkvæða vægi í EB (þ.e.a.s. ef við hefðum verið innbyrt í bandalagið), gætum þrýst þar nokkrum manni til neinna hluta!
Jón Valur Jensson, 11.12.2009 kl. 02:03
Ef þetta var svona mikið "ekkert mál" ef Icesave væri staðfest af ríkisstjórn Íslands, hví var þá ekki bara samþykkt seinast af þeim Bretum og Hollendingum, hvers vegna skiptir það svo miklu máli að ríkisábyrgðin endist lengur en til 2024?
Ef þeir ætla hvort eð er að afskrifa þetta apparat þá hefði þessi partur ekki átt að skipta máli, ekki satt?
Getur verið að þetta sé enn einn lygin sem áróðursmaskína ESB/SF hafa sett út til að koma okkur í Evrópska Einangrunarsambandið.
Halldór Björgvin Jóhannsson, 11.12.2009 kl. 09:28
Já eg er á móti þessu.
Ísland á að borga hverju einustu krónu af skuldbindingunni og í því tilefni ætti að setja sérstakan skatt og nefna hann Sjallaskatt og lögleiða að hann eigi að standa í 1000 ár og prósentuhlutfal hans á að fylgja atkvæðamagni Sjallaflokks í kosningum.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 11.12.2009 kl. 10:12
Sæll Ómar.
Eg ætla að byrja á því að taka fram að ég hef hvorki tekið ákvörðun með né á móti ESB, þótt pensulin sé í augnablikinu að hallast á móti hef ég ekki tekið neinna loka ákvörðun.
En það sem ég les úr þessum pistli þínum, sem er að mestu ef ekki öllu leyti byggður á nafnlausum heimildum sem gera bara ekkert fyrir mig í trúverðuleika hans, ég gæti alveg eins sagt. "Félagi minn sem þekkir ákveðin mann hefur eftir örrugum fréttum að IceSave sé bara vondur draumur og við munnum öll vakna 18 Febrúar af honum!" ER að stjórnin og þar xS í fremstum flokki ætli að nota IceSave til taka af okkur valkostin að segja NEI við ESB... þvinga okkur með loforðum (við sem þá erum orðin gjaldþrota þjóð) um að við sem sýsla í ESB fáum fullt af evrum til að redda okkur. Ef so er finnst mér þetta vond politik, þetta er einsog að loka fyrir vatnið hjá þyrstum manni og segja svo við hann... "hérna er smá dropi handa þér en þú færð hann ekki nema þú kjósir Falska-Flokinn!".
En svo les ég úr þessu... sauðsvartur almúgamaðurinn.
Með góðri kveðju.
Hannes Þórisson (IP-tala skráð) 11.12.2009 kl. 10:16
Trúirðu þessu virkilega sjálfur Ómar?
Soffía (IP-tala skráð) 11.12.2009 kl. 11:08
Homo sapiens á illa við um suma menn og líklega verr við þig Ómar en flesta aðra. Þú lepur upp málflutning angurgapa, eins og Árna Árnasonar og Össurar Skarphéðinssonar, sem ekki verður líkt við aðrar skepnur en rökþrota fáránlinga.
Þegar algjör skortur er orðinn á heimsendaspám, er gripið til lyga af öðru tagi. Nú er málið afflutt á algerlega hinn bóginn. Því er haldið fram að Icesave sé ekkert mál og þjóðin þurfi bara að taka á sig skuldaklafann til að losna við hann síðar. Höfðingjarnir í ESB séu svo skilningsríkir að þeir bíði eftir að afskrifa skuldina. Svona hugmyndir ofbjóða öllum vitibornum mönnum.
Ómar, þú ættir að segja okkur hvaða “frammámenn í Evrópusambandinu” þú hefur svona góðan aðganga að. Þú hefur einnig heyrt “stjórnarþingmann í innsta hring” mæla spaklega um málið. Var það Árni eða Össur ? Þetta er ótrúlegur spuni, sem á lítið skilt við rökræna umræðu, en litlu verður vöggur feginn. Allt er nú hey í harðindum Samfylkingarinnar.
Loftur Altice Þorsteinsson, 11.12.2009 kl. 11:09
Kæri Ómar Valdimarsson, það læðist að manni sá grunnur að þú sért í vinnu hjá Spunnameisturum Samfylkingarinnar, eða með orðum Pálls Vilhjálmssonar "lier for hire..!" Þú slærð fram lygaáróðri sem kominn er frá félaga Össuri, þar sem hann & Samspillingin ítrekað gefur í skyn bak við tjöldin að til staðar sé samkomulag á þá vegu að um leið og við öxlum ábyrgð á drápsklyfjum Icesave þá munni EB síðar meir "skera okkur niður úr þeirri snöru um leið og við gögnum inn í EB..lol..!" Ekki bara er þetta rökleysa, óskhyggja og ótrúlegt að fullorðið fólk skuli sjá þetta sem mögulega lausn í ljósi þess að 60-65% af þjóðinni vil ekki ganga inn í EB..!! Þjóðin vil nýjan gjaldeyrir (t.d. dollar) en Össur vonast til að hægt sé að ÞVINGA þjóðina inn í EB með því að leika á alþingi og fá í gegn IceSLAVE dæmið. Samfylking hugsar svo sannarlega ekki um þjóðarhag, gagnlaus, í raun stórhættulegur FL-okkur fyrir "land & þjóð".
Svo er ég hjartanlega sammála öllu því sem Jón Valur Jensson segir: "Fræddu okkur um það, Ómar Valdimarsson, hvernig þetta Evrópubandalag þitt hefur borgað upp skuldir Letta, Íra og Ungverja. Ég tek ennfremur eftir því, að þú nefnir ekki eina einustu heimild fyrir fullyrðingum þínum.
Þeir sem eru á þeirri skoðun, ættu að kynna sér dæmi Fiji-eyja, sjá HÉR!. Sú lesing Tolstoys er hrikaleg, ég hvet alla til að kynna sér hana. Þó að eftirfarandi lokaorð þar nái lítt að fanga hryllinginn, vil ég gjarnan vitna hér í þau, af því að þarna kemur fram gamalkunn tækni Breta: stórveldið á nóg undir sér til að geta sýnt þolinmæði og biðlund nokkur ár og þótzt vera sanngjarnt með því (t.d. með því að veita öðrum það, sem einfaldir kalla "skjól"), en síðan hremma þeir svo sannarlega allt það sem þeir koma höndum yfir og þeim mun fremur sem þeir telja sig hafa einhverja yfirdreps-réttlætingu fyrir því.
En þannig lauk Leo Tolstoy þessari grein sinni: "England hagaði sér sem þrælahaldari með langtíma framtíðarsýn og drap ekki gullgæsina, fóðraði hana jafnvel, vitandi það að hún verpti vel. Í fyrstu slökuðu þeir á taumnum [sbr. 7 ára greiðsluleysi okkar!], sér til framdráttar, til þess eins seinna meir að taka í þá aftur og sökkva Fídjíbúum í... peningaþrældóm ..."
Það er því fullkomin ástæða til að minna á varnaðarorð ágæts Moggabloggara, Jón Lárusson heitir hann og skrifaði við annað tækifæri: "Að samþykkja Icesave og fara svo fram á endurskoðun er einhver sú vitlausasta tilraun til rökfærslu sem ég veit. Ef ég sem við þig um að borga þér eitthvað sem spurning er um hvort ég eigi að borga þér, ella hafir þú rétt á að hirða allar eigur mínar, hverjar eru þá líkurnar á því að þú sért tilbúinn til að endurskoða þennan samning með það fyrir augum að þú fáir minna? Sá sem gerir góðan samning endurskoðar hann ekki neitt, hann bara brosir. Ef við erum ekki sátt við þennan Icesave-samning þá eigum við ekki að samþykkja hann, heldur halda viðræðum áfram og leita nýrra lausna."
Að ímynda sér eins og Guðbjartur Hannesson, að kannski þurfum við ekki að borga, án þess að Bretarnir með sínu dóms- og lagavalda myndu þá taka í lurginn á okkur vegna meintra vanefnda og hirða af okkur bæði gull- og gjaldeyrisforða í krafti dómsúrskurða austan hafs og vestan, það ber vitni um ótrúlegt reynsluleysi svo háttsetts manns, að maður tali nú ekki um skortinn á hugmyndaflugi.
En Ómar heldur því reyndar fram hér, að Evrópubandalagið (EB) ætli sér að borga upp þessar gerviskuldir. Heimildin er þó ENGIN og í engum takti við nein fordæmi. Væri hins vegar farin sú leið, má Ómar sveia sér upp á, að það væri í ávinningsskyni gert: til að réttlæta töku fiskveiðiheimilda og olíuvinnslu hér við land eða með slíkt sem kröfu að baki "tilboðinu".
Lærum af sögunni, förum að HUGSA og í guðanna bænum hætta þessum ömurlega spunnarugli sem endarlaust kemur frá Samspillingunni & félaga Össur.
kv. Heilbrigð skynsemi (fun.blog.is)
Jakob Þór Haraldsson, 11.12.2009 kl. 11:13
Siðlaus pæling
Kristinn Pétursson, 11.12.2009 kl. 11:55
Þakka þér, Jakob Þór. En Ómar Bjarki Kristjánsson hefur með innleggi sínu kl. 10:12 endanlega sýnt fram á þjóðfjandsamlega afstöðu sína með þessum kaldrifjuðu orðum: "Ísland á að borga hverju einustu krónu af skuldbindingunni og í því tilefni ætti að setja sérstakan skatt og nefna hann Sjallaskatt og lögleiða að hann eigi að standa í 1000 ár og prósentuhlutfall hans á að fylgja atkvæðamagni Sjallaflokks í kosningum."
Jón Valur Jensson, 11.12.2009 kl. 12:02
Það er sem sagt verið að nota Icesave til að snúa upp á hendurnar á okkur og þvinga okkur þannig inn í ESB.
Ekki myndi ég þora að treysta orðum þínum, eða meintum orðrómi þeim er þú hefur heyrt hér og þar og gangast þar með við nauðasamningunum.
Ef það reynist rétt sem þú segir, þá mætti orða það þannig að áform Breta, Hollendinga og öðrum í ESB hafi gengið eftir, þ.e. þeir hefðu aðgang að auðlindum okkar, fiskinum, orkunni og hugsanlega olíunni á Drekasvæðinu svo dæmi séu tekin.
Tómas Ibsen Halldórsson, 11.12.2009 kl. 12:28
Sæll Ómar. Enda er þrasið um þetta mál bara valdabarátta og á ekkert skylt við hagsmuni þjóðarinnar eða skuldastöðu hennar. Þarna eru valdaklíkur Íhalds og Framsóknar að verja og vernda sínar klíkur og einstaklinga innan þeirra. Við þurfum ekki að borga þetta og ég hef aldrei haldið það.
Hræddur múgurinn styður gamla klíkusamfélagið og þeim ótta verður að viðhalda með öllum ráðum. Andúð á forsetanum er nýtt, ótti bænda við ESB er nýtt, LÍÚ klíkan rær eins og mest hún má og svona má lengi telja.
Ég segi, burt með gamla klíkusamfélagið, ónýta krónu, matvöru á uppsprengdu verði. Ég við ganga til liðs við Evrópusamfélagið og taka þátt í því af alvöru og með beint bak. Við höfum margt fram að færa og það VEIT Evrópusamfélagið og við líka. Góða helgi og enga neikvæðni takk.
Hólmfríður Bjarnadóttir, 11.12.2009 kl. 12:36
Sæll Ómar. Sé þetta rétt sem þú heldur fram þá er það í samræmi við illan grun sem margir hafa haft um þetta mál, að það eigi að nota IceSave til að þrýsta á um inngöngu Íslands í ESB. Þeir geta þá sagt (óopinberlega í einkaviðtölum að sjálfsögðu) að ef við göngum ekki inn verðum við að greiða þetta að fullu. Þannig yrði þetta ansi merkleg tilraun NATO þjóðanna Bretlands og Hollands til að beita aðra NATO-þjóð fjárkúgun. Sem betur fer er þó meirihluti þjóðarinnar nógu vel gefinn til að átta sig á þessu og mun ALDREI samþykkja inngöngu í ESB á þessum forsendum, en einmitt þess vegna er líka mikilvægt að þessum svikasamningum verði hafnað. Það væri tóm vitleysa að samþykkja að greiða fyrir aðgöngumiða sem fæst endurgreiddur við dyrnar, ef maður ætlar svo ekkert að fara á ballið!
Guðmundur Ásgeirsson, 11.12.2009 kl. 13:58
Þetta kallast Stokkhólmsheilkenni Ómar. Vissulega verðum við látin borga það sem samið er um og því fyrr sem menn vakna af draumum sínum um eitthvað annað, því betra.
sandkassi (IP-tala skráð) 11.12.2009 kl. 14:27
Ég hef í sjálfu sér enga skoðun á því hvort það væri gott eða vont að IceSave skuldin yrði látin hverfa inní sjóði ESB (hallast þó heldur að því að þetta væri vont vegna þess að mér finnst að fólk eigi að borga skuldir sínar), ég var einfaldlega að hafa eftir það sem ég hef heyrt. Sumar athugasemdir hér hafa verið málefnalegar og góðar og má þakka fyrir það. Hinar eru eins og algengara er á þessum vettvangi - aðallega persónulegt skítkast og rugl lítilla kalla. En ég mátti svosem vita að þessi klausa myndi gera litla kalla kolvitlausa. Þeir hafa ekki burði til annars og vilja aldrei leiða hugann að neinu nema eigin þröngsýni og afdalamennsku. Auðvitað hafa þeir sinn rétt til þess - en þeir mættu engu að síður rifja upp eitthvað af þeim mannasiðum sem þeim hlýtur að hafa verið kennt í foreldrahúsum.
Ómar Valdimarsson, 11.12.2009 kl. 14:52
Ég tek undir með Ómari Bjarka. Auðvitað eigum við sem fullvalda þjóð ekki að leyfa okkur að halda að einhverjir aðrir borgi okkar skuldir. Sá sem er reiðubúinn að láta aðra borga fyrir sig getur ekki talist fullvalda. Svo einfalt er það. Þess vegna á að borga þetta upp í topp.
Að auki finnst mér tillagan um Sjallaskatt vera tær snilld. Ekkert minna. Ég skil ekki af hverju Jón Valur kallar þessar tillögur "þjóðfjandsamlegar". Kannski af því að hann er einn af þeim sem hefur haldið þessum þjóðfjandsamlega flokki við völd og gert honum kleift að rústa þessu landi.
Jonni, 11.12.2009 kl. 16:25
Sæll Ómar,
Það getur vel verið að þetta fari eins og þú skrifaðir, en það verður ekki af neinni góðmennsku heldur verðum við að gjalda fyrir þetta með fullveldinu og auðlindum a.m.k. að stórum hluta. Hins vegar er ég alveg sammála þér um að menn eigi að borga skuldir sínar, en við vitum það báðir að þessar skuldir verða aldrei borgaðar af þeim sem þær eiga, heldur okkur almenningi.
Gunnar Jóhannsson (IP-tala skráð) 11.12.2009 kl. 16:46
Auðvitað eigum við sem fullvalda þjóð ekki að leyfa okkur að halda að einhverjir aðrir borgi okkar skuldir.
Enda erum við ekki að hlaupast frá því að borga okkar skuldir í þessu Icesave máli, Evrópska regluverkið tekur það vel fram að við Íslenskur almenningur eigum ekki og ber ekki að borga skuldir einka fyrirtækja, hvort sem það er banki eða annað.
Ég veit ekki með ykkur sem viljið endilega borga Icesave en ég tók ekki þátt í þessu, ég átti ekki hlut í Landsbankanum, ég tók ekki ákvarðanir sem gerðu Icesave að veruleika í þessum löndum (Bretlandi og Hollandi), hvorki þar né hér, gerðu þið það? er það þess vegna sem þið viljið endilega borga þennan reikning? af því þið teljið ykkur skulda Bretum og Hollendingum fyrir eitthvað sem þið gerðuð rangt?
Sá sem er reiðubúinn að láta aðra borga fyrir sig getur ekki talist fullvalda.
Þessi staðhæfing er ekki rétt hjá þér, því sá sem er reiðbúinn að láta aðra gera eitthvað fyrir sig hefur valið til að gera það, aftur á móti sá sem allt er ákveðið fyrir, t.d eins og hvort hann skuldi eitthvað telst ekki fullvalda.
hallast þó heldur að því að þetta væri vont vegna þess að mér finnst að fólk eigi að borga skuldir sínar
Borgar þú alla reikninga sem koma í þína lúgu án þess að skoða hvað það er, t.d. athuga hvort að þér beri að borga það, eða ertu með sama hugsunargang og með Icesave að ef það berst í gegnum lúguna hjá þér sama hvað eða frá hverjum þá beri þér að borga það?
Ef ég tæki upp á því að rukka þig fyrir þann tíma sem fór í að lesa þetta blog þitt og athugasemdir myndir þú borga þann reikning, þetta er jú þitt svæði og þú settir eitthvað hér fram sem fór tími í að lesa svo þú hlýtur að skulda mér fyrir það ekki satt?
Halldór Björgvin Jóhannsson, 11.12.2009 kl. 17:05
Halldór; íslensk stjórnvöld starfa í umboði þegna sinna. Þjóð sem telur sig fullvalda er bundin ábyrgð á því sem stjórnvöld gera. Þetta er kallað lýðræði. Þjóðir bera ábyrgð á stjórnvöldum sínum og embættismönnum.
Í þessu tilfelli hafa íslensk stjórnvöld gerst sek um stórkostlega vanstjórn sem hefur skilað þessu máli á okkar hendur. Það erum við sem þjóð sem berum ábyrgð á þessu bankarugli. Nema náttúrulega að við viljum vera eins og saklaus börn í samfélagi þjóða og teljum okkur ábyrgðarlaus, en þá erum við ekki fullvalda þjóð og þurfum að sætta okkur við að aðrir ráðstafi náttúrulindum okkar og þess háttar. Hvort vilt þú?
Jonni, 11.12.2009 kl. 17:25
Einhver staðar stendur "Mikil er trú þín kona." þ.e.s. Ómar.
Ragnar Gunnlaugsson, 11.12.2009 kl. 17:52
íslensk stjórnvöld starfa í umboði þegna sinna. Þjóð sem telur sig fullvalda er bundin ábyrgð á því sem stjórnvöld gera.
Íslensk stjórnvöld fylgdu regluverki ESB í fjár og bankamálum sem við fengum í gegnum EES samningana, þar er tekið skýrt fram að stjórnvöld mega ekki bera ábyrgð á einka fyrirtækjum.
Þessi minnismiði/viljayfirlýsing sem var krotað undir hér í tíð stjórnar Geirs Haarde er tekið fram að við Íslendingar viljum standa við okkar skuldbindingar og það hefur ekkert breyst, okkar skuldbindingar innihalda ekki að við borgum fyrir skuldir einkafyrirtækja eins og Landsbankann, hann var í einkaeigu og það er hvergi ríkisábyrgð á honum, þetta ættu ráðamenn bretlands eins og ráðamenn íslands að vita.
Einnig er vert að taka það fram að þó að Árni og Davíð eða Geir, geta ekki, ég endurtek Þeir einir geta ekki og ég legg áherslu á EKKI skuldbundið okkur þegna Íslands til að bera ábyrgð á þessum skuldum sama hvað þú segir, það stendur í stjórnarskránni og lögum, þetta vita þessir ráðamenn, þetta vita Breskir og Hollenskir ráðamenn og þetta vita núverandi stjórnvöld, það þarf meirihluta alþingis og forsetann til að skrifa undir svona skuldbindingar.
Í þessu tilfelli hafa íslensk stjórnvöld gerst sek um stórkostlega vanstjórn sem hefur skilað þessu máli á okkar hendur.Eina stórkostlega vanstjórnin er núverandi stjórnvöld sem er að reyna troða þessum skuldbindingum á okkur þegna Íslands, það má vel vera að fyrri stjórn hefði gert það sama en það í raun skiptir engu því það eru núverandi stjórnvöld sem eru að troða þessu á okkur.
Það erum við sem þjóð sem berum ábyrgð á þessu bankarugli.
Við sem þjóð berum ekki ábyrgð á þessu bankarugli, ég tek ekki þátt í þessu rugli þínu að saka mig eða aðra um að bera ábyrgð gerðum annara einstaklinga og gerðum þeirra í þeirra einkafyrirtækjum, þetta er stjórnendum og eigendum bankans að kenna hvernig fór, þetta voru þeirra einkafyrirtæki og þeir voru með ákvörðunarvaldið að fylgja gölluðu regluverki ESB og eflaust beygja eða brjóta reglurnar sér í vil.
Ef þú vilt líta á sjálfan þig sem ábyrgan fyrir gerðum annara einstaklinga í þeirra einkafyrirtækjum þá er þér það velkomið en ekki vera að saka heila þjóð um að standa í rugli fyrir vikið.
Nema náttúrulega að við viljum vera eins og saklaus börn í samfélagi þjóða og teljum okkur ábyrgðarlaus, en þá erum við ekki fullvalda þjóð og þurfum að sætta okkur við að aðrir ráðstafi náttúrulindum okkar og þess háttar. Hvort vilt þú?
Ég er tilbúinn að taka ábyrgð á því sem mér ber að taka ábyrgð en ekki öllu sem er lagt á mitt borð, þú getur ekki í alvörunni ætlast til þess að í hvert skipti sem Íslendingur fer erlendis að þá bera þú og ég ábyrgð á hans gerðum, ég vil ekki vera kærður fyrir t.d. fíkniefna smygl bara af því að einhver Jón eða Jóna með Íslenskan ríkisborgararétt reyndi að smygla því einhverstaðar í fjarskanistan, fólk er ábyrgt fyrir sínum eigin gerðum.
Halldór Björgvin Jóhannsson, 11.12.2009 kl. 18:25
Sæll Ómar. Athugasemdir þínar um afdalamennsku og þröngsýni eru tímabærar og sanngjarnar. Það er kannski einhver afdalamaður í okkur öllum, en ég hef þó virkilega reynt að víkka hugann og hugsa út fyrir túngarðinn. Að borga skuldir sínar getur verið afstætt og mér finnst til dæmis regin munur á að borga það sem kalla má sanngjarnt raunvirði til baka með vöxtum eins og þeir eru í nágrannalöndunum.
Eða að borga himinháan gjaldmiðilsskatt í hvert sinn sem ég greiði afborgun af mínum skuldum. Það er ekki með mínum vilja eða samþykki að við höfum haldið dauðahaldi í krónuna undanfarinn einn og hálfann áratug eða svo. Við hefðum svo vel getað farið alla leið inn í ESB og tekið upp evruna í kjölfar undirritunar EES samningsins.
Varðandi ICESAVE er sjálfsagt um að ræða flóknar forsendur sem liggja að baki svo ég mun ekki taka afstöðu til þess hvort það sé réttlátt að ESB greiði þann kostnað eða ekki.
Nútímasamfélagið sem við lifum í hér á landi er að mínu áliti orðið það tengt alþjóðasamfélaginu að rökrétt er að við göngum áfram þann veg, en snúum ekki til baka inn í einangraðra umhverfi.
Ég hef líka trú á að þegar á reynir muni þjóðin velja að þann kost að ganga til liðs við umheiminn. Við erum búin að fullreyna hina leiðina í gegnum aldirnar.
Hólmfríður Bjarnadóttir, 11.12.2009 kl. 18:41
Ómar, upplýstu um heimildarmenn þína! Eða léztu ljúga að þér?!
Er svo ekki kominn tími til að svara spurningum og tilmælum?
1) "Fræddu okkur um það, Ómar Valdimarsson, hvernig þetta Evrópubandalag þitt hefur borgað upp skuldir Letta, Íra og Ungverja."
2) "Dettur einhverjum í hug, að skítblankir Bretar neiti sér um þann ávinning [að hirða af okkur Landsvirkjun]?
3) "... Ef Ómar trúir því samt, að EB hrifsi ekkert frá okkur, heldur láti bara undan óskum okkar og þrýstingi, þá má hann til með að segja okkur frá því, hvernig við, með 0,06% atkvæða vægi í EB (þ.e.a.s. ef við hefðum verið innbyrt í bandalagið), gætum þrýst þar nokkrum manni til neinna hluta!"
Jón Valur Jensson, 11.12.2009 kl. 19:54
"Afdalamenn", uppnefni sem sumir samfylkingarmenn gefa þeim sem ekki vilja skuldsetja þjóðina og afhenda útlendingum hér allt laust og fast.
En Ómar hvernig væri að nafngreinda einhvern heimildarmann?
Sigurður Þórðarson, 11.12.2009 kl. 20:47
Þetta er einfalt mál Ómar og aðrir hér. Ef að þessar áræðanlegu raddir sem þú kallar, ganga út frá því að Íslendingar muni ekki þurfa að greiða Icesave, þá ganga þeir út frá einföldum staðreyndum í því efni sem er þá vægast sagt fréttnæmar, það væri því ábyrgðarhluti að nafngreina þá aðila ef þeir gegna trúnaðarstörfum í þinginu sem dæmi.
Nánar tiltekið að afskrifaðar verði þessar kröfur í fjárlögum Hollendinga og Breta. Þetta er ekki hægt að gera nema að Íslenska ríkið fari í greiðsluþrot (ef fallist er á ríkisábyrgð).
Þannig að það sem þú kallar áræðanlega menn, tja ég veit ekki, nema að fá meiri upplýsingar.
bkv.
sandkassi (IP-tala skráð) 11.12.2009 kl. 21:48
Ætli hér gildi ekki, að þögn er sama og samþykki ? Ég nefndi til sögunnar tvo Sossa-pésa sem haldið hafa fram sömu vitleysu og Ómar. Það eru þeir Árni Páll Árnason og Össur Skarphéðinsson.
Við vitum að þessir menn hafa enga vitræna innistæðu. Þeir hafa gefist upp á beitingu hótana. Nú grípa þeir til loforða, sem eru jafn fákæn.
Loftur Altice Þorsteinsson, 11.12.2009 kl. 21:51
Halldór; þetta er nú margtuggin saga en svona er þetta; íslenskir bankar starfa undir eftirliti íslenskra stjórnvalda í öðrum löndum. Af þessum sökum reyndu bretar að gera íslensku útibúin að dótturfyrirtækjum svo hægt væri að setja þessi glæfrafyrirtæki undir ábyrgari aðila en íslenskt fjármálaeftirlit. Það liggur í kortunum að þessi íslensku snillingar höfðu engann áhuga að lúta bresku eftirliti, enda hefði þessi starfsemi verið sett í fjötra undir þeim. Hins vegar voru snillingarnir með íslenska stjórnmálamenn og embættismenn í vasanum og á fóðri þannig að þeir gátu keyrt alla leið. Sem þeir hafa nú gert og hverjir bera ábyrgð á því? Bretar og Hollendingar? Vissulega var EÖS löggjöfin gölluð en það konsensus um það allastaðar að láta ekki íslendinga sleppa gegnum það gat, enda væri það lítilmannlega gert að hálfu íslendinga að nota lagalega klæki til þess að losna frá ábyrgð. Enda verður það ekki hægt, það er sýnt og sannað.
Jonni, 11.12.2009 kl. 22:39
Þetta er blogg, ekki fréttastofa. Þetta er pláss sem Mogginn hefur lánað mér til að segja það sem mér sýnist, svo framarlega sem ég sýni kurteisi. Ég þarf því ekki að svara neinum spurningum nema ég kjósi það sjálfur. Ekki frekar en sumir þeirra, sem nú heimta frá mér svör og skýringar eins og þeir séu hæstiréttur, rökstyðja dylgjur sínar og svívirðingar um mig og mína eða aðra nafngreinda menn. Því segi ég það enn: þetta eru litlir kallar.
Ómar Valdimarsson, 11.12.2009 kl. 23:56
Sem sagt Ómar, þú átt ekki við mig, konukindina að norðan, enda hef ég ekki verið að krefjast svara frá þér. Karlagreyin eru að gera sig breiða af því þeir vita sem er að nú er farið að fjara undan rausinu í þeim.
Hólmfríður Bjarnadóttir, 12.12.2009 kl. 00:22
Nei, Hólmfríður, að sjálfsögðu á ég ekki við þig. Þú rausar ekki. Þú kannt mannasiði! Kveðja norður.
Ómar Valdimarsson, 12.12.2009 kl. 00:35
Hver finnur sig knúinn til að kalla andstæðinga sína litla karla - ef ekki nema í veikri von til að finnast hann sjálfur stór karl fyrir vikið?
gummih (IP-tala skráð) 12.12.2009 kl. 00:50
Ómar,
Ég verð að viðurkenna að ég hef ekki lesið þennan þráð, las pistilinn og síðan kommentið þitt í beinu framhaldi af mínu kommenti. Ég hef ekki verið með neinar svívirðingar né sé ég ástæðu til þess. Það má vera að aðrir hafi gert það.
Hitt er annað mál að ég lýsti því sem þarf að gerast til þess að Íslendingum verði sleppt við að borga í athugasemd nmr. 41 og þykir mér athyglisvert að sú útskýring hafi ekki bara kálað þessum þræði.
Er möguleiki að hér sé á ferðinni einhverskonar sjálfsefjunar og réttlætingarraus ríkisstjórnarsleikipinnanna sem leggja blessun sína yfir allt sem þessi fíflalega ríkisstjórn gerir?
Því að ekki fjallar þráðurinn um Icesave svo mikið er víst:).
sandkassi (IP-tala skráð) 12.12.2009 kl. 00:53
Það tekur enginn mark á markleysunni, Ómar, þú veizt það vel.
Við getum ekki kallað það annað en markleysu að skrifa þannig.
En þetta er ekki bara einhver spurning um heimildarmenn; þú viðurkennir þig t.d. sigraðan í því atriði, að vitaskuld hefur þetta Evrópubandalag þitt EKKI borgað upp skuldir Letta, Íra og Ungverja.
Jón Valur Jensson, 12.12.2009 kl. 02:04
Af þessum sökum reyndu bretar að gera íslensku útibúin að dótturfyrirtækjum svo hægt væri að setja þessi glæfrafyrirtæki undir ábyrgari aðila en íslenskt fjármálaeftirlit.
Það er nú svolítið spaugilegt með það, því þessir aðilar þarna í t.d. Bretlandinu voru að ráðfæra öðrum að einmitt stofna reikninga í Icesave.
Hins vegar voru snillingarnir með íslenska stjórnmálamenn og embættismenn í vasanum og á fóðri þannig að þeir gátu keyrt alla leið. Sem þeir hafa nú gert og hverjir bera ábyrgð á því? Bretar og Hollendingar?
Það er nú einmitt málið, þessir íslenskuk snillingar hefðu ekki fengið að stofna útibú í Bretlandi eða Hollandi án þess að fá leyfi þarlendra stjórnvalda, þessi útibú borguðu sín gjöld þar en ekki hér heima, að halda því fram að þessi útibú hafi fengið að starfa þar óáreytt eftir hentisemi og eftirlitslaust stenst ekki.
Vissulega var EÖS löggjöfin gölluð en það konsensus um það allastaðar að láta ekki íslendinga sleppa gegnum það gat, enda væri það lítilmannlega gert að hálfu íslendinga að nota lagalega klæki til þess að losna frá ábyrgð.
Við Íslendingar erum ekki að reyna losna undan ábyrgð, við stálum ekki neinu frá Bretlandi, við bara neitum að taka ábyrgð á því sem okkur ber ekki að taka ábyrgð á, á því er mikill munur.
að láta ekki íslendinga sleppa gegnum það gat
Afhverju er Bretinn þá ekki alveg eins að herja á Ameríku út af falli Lehman Brothers útibúi í Bretlandi?
Halldór Björgvin Jóhannsson, 12.12.2009 kl. 02:36
Af því að þeir eru EYBingjar, Halldór Björgvin, þeir geta ekki staðið stoltir í lappirnar, heldur þurfa ýmist að hengja sig í aðra eða níðast á enn öðrum eða hvort tveggja í senn.
(EYBingjar eru áhangendur Evrópuyfirráðabandalagsins margumtalaða.
Jón Valur Jensson, 12.12.2009 kl. 02:44
Takk Ómar. Það er ekki lítils virði að vera með það uppáskrifað frá reyndum blaðamanni að maður kunni mannasiði á þessum bulltímum sem nú standa yfir. Ég ætti kannski að feta í fótspor Gillseneggar og koma svoleiðis reglum á prent. Já það er mörg matarholan.
Hólmfríður Bjarnadóttir, 12.12.2009 kl. 07:56
Ég vil þakka þér Ómar fyrir þennan pistil sem er upplýsandi, einkum fyrir að enginn heimildarmaður er nefndur.
Ég vil gjarnan halda honum í "heitum umræðum" og m.a. þess vegna er þessi athugasemd sett inn.
Sigurður Þórðarson, 12.12.2009 kl. 09:16
Ég bendi á grein mína í Morgunblaðinu í dag, þar sem ég sanna að nýlenduveldin báru fulla ábyrgð á útibúum Landsbankans í þessum löndum. Ef Sossarnir telja að við munum ekki greiða Icesave-reikningana, þá hljóta þeir að styðja okkur hina sem ekki viljum greiða þá.
Loftur Altice Þorsteinsson, 12.12.2009 kl. 10:16
Sorglegt en virðist vera alveg rétt hjá þér Jón Valur.
Takk fyrir það Loftur, þetta er einmitt málið, eftir því sem ég hef heyrt (get ekki vísað í neinar heimildir svo fólk getur tekið þessu með fyrirvara um það) að þá voru öll gjöld greidd þarna úti en ekki hér heima, m.a. í innistæðu tryggingasjóðinn þar.
Halldór Björgvin Jóhannsson, 12.12.2009 kl. 10:21
Ómar,
Takk fyrir góðan pistil. Umræðan er því miður alltaf sú sama.
Það er sko ekki sama að búa á eyju og á meginlandinu. Viðhorf og hugmyndir eru aðrar og það á jafnt við Íslendinga eins og Breta og Japani. Í raun má halda fram að því lengra sem er til meginlandsins því "furðulegri" eru eyjabúarnir séð með augum meginlandsbúa. Af Evrópubúum eru Íslendingar mestu furðufuglar álfunnar. Okkur er ógjörningur að fara í spor okkar meginlandsnágranna og horfa á málin frá þeirra sjónarhóli, enda er viðhorfið, til hvers að gera það þegar allir vita að Íslendingar hafa alltaf rétt fyrir sér!
Hvað varðar þessa Icesave skuld þá er hún ekki af sama toga og aðrar skuldir. Mjög skiptar skoðanir eru um hinn lagalega ramma hennar. Þar er hún á sérbáti og ólík öðrum skuldum Íslendinga, Letta, Íra og Ungverja.
Eins og ég hef bent á er ekki ólíklegt að þessi skuld verði felld niður enda auðveldast að rökstyðja það með vísan í ófullkomið regluverk ESB. Hins vegar er ekki pólitískur vilji á meginlandinu til að gera það nú. þetta snýst um pólitík og tímasetningu.
Icesave er mál sem er best leyst af útsjónarsömum raunsæismönnum en ekki þrjóskum bókstafstrúarmönnum. Við eigum því miður fáa fagmenn í fyrri flokknum en allt er fljótandi af spekingum úr þeim seinni.
Andri Geir Arinbjarnarson, 12.12.2009 kl. 10:27
Nú heyri ég það hjá áreiðanlegu fólki innanlands og utan að stjórnvöld á Íslandi, í Hollandi og í Bretlandi, sem og stjórnendur Evrópusambandsins, séu öll komin á sömu skoðun um IceSave: Íslendingar munu aldrei borga krónu af þessum lánum, né heldur verður til þess ætlast.
Ef þetta er málið, ættum við þá ekki heimtingu á því að þetta sé sett sem klausa inn í samninginn, sérstaklega þar sem Hollendingar og Bretar eru með heimtingu á ríkisábyrgð, þeir virðast bara ekki treysta okkur til að standa við það þó að Steingrímur og Jóhanna séu búin að segjast ætla blóðmjólka almenning til að borga hvert einasta pund, er þá einhver ástæða fyrir okkur að treysta þessu áreiðanlegu fólki innanlands og utan að stjórnvöld á Íslandi, í Hollandi og í Bretlandi, sem og stjórnendur Evrópusambandsins, að standa við sitt loforð að fella niður þessar skuldir?
Ég hef líka heyrt stjórnarþingmann segja frá því að í innsta hring hér heima detti engum í hug að skuldirnar verði greiddar.
Ætli það sé vegna þess að þetta lið í innsta hring stjórnarþingmanna virðist trúa hvaða lygi sem er, þetta fólk trúir því í alvöru að það komi til með að bæta skuldastöðu ríkissins að auka þær um 750 milljarða.
Frammámenn í Evrópusambandinu eru sammála um þetta í einkaviðtölum – en leggja jafnframt á það áherslu að samningarnir verði engu að síður að fá lögformlega staðfestingu; það sé einfaldlega háttur siðaðra manna að ganga frá sínum skuldbindingum á viðeigandi hátt.
Merkilegt að þessir frammámenn í Evrópska Einangrunarbandalagin vilja að við Íslendingar brjótum lögin fyrir Breta og Hollendinga þar sem lög þeirra segja skýrt að við hreinlega meigum ekki ríkistryggja einkafyrirtæki.
Auðvitað fæst enginn til að staðfesta þetta..
Getur verið að það sé út af því að þetta sé hreinlega bara bull og því fáist enginn til að staðfesta þetta?
en sjáum hvað setur. Það á ekki að byrja að borga nærri borga nærri strax.
Lestu vel yfir þessa setningu, gerðu það nokkru sinum og þá hlýturðu að sjá hversu vitlaus svona hugsanagangur er, þetta er einmitt það sem kom okkur í allt það bull sem er í gangi í dag, akkúrat þessi hugsanagangur, ég tek bara þetta lán og síðan hugsan ég um restina seinna.
Og þetta er það sem þú og stjórnin viljið gera upp á 750 milljarða skuldbindingu, drífa í því að skrifa undir þetta skuldabréf og semja síðan seinna, enginn heilvita maður sem er að standa í lántöku hugsar svona, það er ótrúlegt að Fjármálaráðherra, sá maður sem hvað mest ætti og þarf að vita betur, hugsi svona.
Það er hugsanlega einn partur af þessu sem gæti verið réttur hjá þér og það er að aldrei verður borguð króna af láninu sjálfu, heldur komum við til með að vera borga vextina af því það sem eftir er því ekki verður til nægur aur til að borga af höfuðstólnum.
Halldór Björgvin Jóhannsson, 12.12.2009 kl. 10:49
svakalegt rugl er þetta ómar - auðvitað munu eignir landsbankans fara miklu lengra með icesave en nokkur vill kannast við en að esb fari að gefa okkur þessa peninga í mútufé eru ekki bara draumórar heldur svo bilaðir að ekki þarf um þá að tala. þegar ekkert slíkt boð kemur fram þá hikstar enn í esb-vél samfylkingar. færi svo ósennilega að esb byði eitthvað þessu líkt þá væri sennilegast að það þurrkaði út það litla fylgi sem esb-aðildin hefur meðal landsmanna. við erum kannski fátækir en engar pútur!
Bjarni Harðarson, 12.12.2009 kl. 13:07
Ég hef heyrt það hjá mjög áræðanlegu fólki að Kári Stefánsson sé búin að einangra ESB genið og að Ingibjörg Sólrún hafi komist yfir gögnin og stefni nú á að einrækta hreina ESB sinna á næstu árum í kjallara Hörpunnar. Það er víst eina ástæðan fyrir því að ríkisstjórnin ákvað að halda áfram með tónlistarhúsið.
Guðmundur Jónsson, 12.12.2009 kl. 13:57
Takk fyrir góðan pistil. Umræðan er því miður alltaf sú sama.
Hvað varðar þessa Icesave skuld þá er hún ekki af sama toga og aðrar skuldir.
Já, umræðan þín, Andri, kemur því miður alltaf aftur og aftur út frá þeim ranga sjónarhóli að Icesave sé okkar skuld. Icesave er fjárkúgun og ég held þú hljótir að fara að átta þig á þessu. Icesave er bara ekkert okkar skuld og hefur aldrei verið okkar skuld, hvorki lagalega né byggt á neinum öðrum grunni. Og það er bæði fáránlegt og útlokað að sættast á nokkra kúgun og þó það kæmi ekki neinum peningum við. Og enn síður ef um fjárkúgun er að ræða sem gæti valdið almenningi sem hafði ekkert með Icesave að gera mikilli fátækt og volæði. Þarna finnst mér þú ítrekað hafa brotið gegn æru okkar með þessu endalausa tali um að við ættum að sættast á Icesave. Og semja seinna eins og þú sagðir einu sinni og sem auðvitað fásinna. Maður skrifar ekki undir stórhættulegan samning um það sem enginn dómur hefur dæmt mann ábyrgan fyrir og semur seinna. Og það eru óskiljanlega nokkrir í þínum hópi þó þorri þjóðarinnar vilji ALLS EKKI borga Icesave. Og þú og þeir sem taka undir svona rangfærslur eruð að skaða okkur. Við sættum okkur ekki við að vera gerð sek og að æra okkar sé lamin niður og þú og þið hin sem viljið sættast á fjárkúgun verðið bara að taka Icesave á ykkur sjálf og halda okkur hinum utan við óskapnaðinn. Og vil taka undir þessi orð Halldórs að ofan (10:49):
Og þetta er það sem þú og stjórnin viljið gera upp á 750 milljarða skuldbindingu, drífa í því að skrifa undir þetta skuldabréf og semja síðan seinna, enginn heilvita maður sem er að standa í lántöku hugsar svona, það er ótrúlegt að Fjármálaráðherra, sá maður sem hvað mest ætti og þarf að vita betur, hugsi svona.
Elle_, 12.12.2009 kl. 14:35
ElleE,
Hálfnað verk þá hafið er segir málshátturinn. Hver hóf þetta verk? Hvaða íslenskur ríkisborgari ákvað að fara samningaleiðina í Icesave en senda þetta ekki beint í dóm?
Andri Geir Arinbjarnarson, 12.12.2009 kl. 15:39
Hálfnað verk þá hafið er segir málshátturinn. Hver hóf þetta verk? Hvaða íslenskur ríkisborgari ákvað að fara samningaleiðina í Icesave en senda þetta ekki beint í dóm?
Var það ekki Ingibjörg Sólrún með ESB glampann í augunum sem hótaði stjórnarsambandsstlitum ef einhver vogaði sér að styggja við Evrópska Einangrunarbandalaginu (ESB).
Halldór Björgvin Jóhannsson, 12.12.2009 kl. 16:15
Ok þá segjum við það.
Jóhanna og Steingrímur fari í vinnufötin og undirkjólana strax og segi strax að við ætlum ekki að borga neitt strax og því falli skuld sem ekki er orðin skuld niður áður en hún getur orðið skuld. Hún er því ekki til. Voila!
Þetta er svo snjallt að ekki einu sinni bankamönnum Samfylkingarinnar hefði dottið svona snjallræði í hug. Heldur ekki Ómari sem heldur á penna þessar bloggsíðu.
Það er svo gaman að lifa uppá von og óvon. Tralla la la.
Svona bætir maður allt sitt credit rating. Maður eykur á vissu óvissunnar með því að segja S&P og Fitch að við skuldum kannski ekkert eða heila þjóðarframleiðslu Íslands. Ekkert þar á milli. Þá yrðu þeir svo hissa að þeir myndu setja Ísland á listann yfir non_rateable lönd. Þetta er brilliant. Svona ganga allar milliríkjadeilur fyrir sig. Engin pappírar bara von og óvon. Við vonum það besta.
Það sprenghlægilega mun svo gerast að þegar eignir Landsbankans eiga að seljast að þá eru þar fyrir svona eins 7 ESB-lönd sem eru með allar eignir sínar á uppboði.
Heimurinn er þá í deep recession sem mun vara í 10 ár af því að allir gerðu allt upp á von og óvon.
Svo þegar fella á niður skuldina sem er ekki skuld þá er ESB gjaldþrota og án mandate í neinu. Og Bretland þá komið á hausnum, búið að segja sig úr ESB og stundar innheimtustörf í frístundum á meðan þeir ausa peningunum yfir sig sjálfa. Breskir skattgreiðendur eru jú svo ríkir. Þeir vorkenna svo aumingja Íslendingum sem komast ekki lengur í nema 2 shoppig ferðir á ári til útlanda.
Það var jú þess vegna sem þeir sendu herskipin til Íslands í þrígang því þeir eru svo örlátir á öll auðæfi þeir Bretarnir. Þetta var bara skemmtisigling fyrir þá. Talla la la.
Sådan! Húrra!
Gunnar Rögnvaldsson, 12.12.2009 kl. 16:27
Loksins eitthvað af viti.
bestu kv. kæri nafni!!
sandkassi (IP-tala skráð) 12.12.2009 kl. 17:20
Andri: Hver hóf þetta verk? Hvaða íslenskur ríkisborgari ákvað að fara samningaleiðina í Icesave en senda þetta ekki beint í dóm?
Já, samningaleiðina sem gekk ekki upp og varð að kúgunarleiðinni. Hinn svokallaði samningur = Icesave 3 frumvarpið sem Steingrímur Joð leyfði Bretum að skrifa sjálfum af þvi Alþingi okkar er svo ómerkilegt víst og sem verður að fara fyrir Evrópudóm af því Hæstiréttur okkar er svo ómerkilegur víst, var bara ekki neinn samningur. Icesave 3 var bara kúgun eða naðungarsamningur og VERRI en að fara fyrir dóm og TAPA. Það kallast ekki samningur og þessvegna gekk samningaleiðin - sem eðlilega fólk vildi prófa fyrst - ekki upp. Og ef samningaleiðin gekk ekki upp er heimskulegt að sættast á útkomuna = nauðungarlagafrumvarp skrifað af Bretum fyrir löggjafarvaldið okkar. Það heitir kúgun á mannamáli og maður sættist ekki á kúgun nema manni sé hótað lífláti. Það er ekki í lagi að þið komið nokkrir endalaust og heimtið að við hin ábyrgjumst kúgun og gerið lítð úr okkur fyrir þrjósku.
Elle_, 12.12.2009 kl. 21:22
Saka Ráðamenn EU um stjórnarskrábrot: Mismuna Meðlima-Ríkum sem flest eru í innbyrðis fullvinnslusamkeppni og þurfa að greiða Meðlima-skatta.
EU stjórnarskráin eftir Lissabon, minnir eldri Meðlima-Ríki á það að eftir að aðildarstuðningi lauk þá standi þau ævinlega skuldbundinn innlimuð í þakkarskuld.
Fordæmið að greiða niður skuldir eins Meðlima-Ríkis myndi ríða EU að fullu.
Þjóðverjar og Frakkar eru ekki fífl til að leika sér með eins mætti halda af þeim sem kynna sér ekki staðreyndir heldur hafa skoðanir sem endurspegla þeirra eigin reynslu og dómgreind.
Vefsíður EU eru fullrar af staðreyndum og svörum við hversvega og tilhvers: t.d. lagasafnið grundvöllur stjórnarskrár EU.
Styrkir til Þýskalands vegna sameiningarinnar renna út 5 ár eftir gildistöku Lissabon. Þá ættu allir aðrir að vera búnir greiða sína lánastyrki.
Nýi áfanginn er hernaðar uppbygging og krafa til Meðlima Ríkja að laga stjórnarskrár sinna landa til samræmis við varnar sóknarstefnu. Það er rétt til að ráðast inn í þriðja-aðila [utan EU] Ríki telji EU sér stafa ógn af því. Kæfa eldinn í fæðingu.
Júlíus Björnsson, 13.12.2009 kl. 00:48
Ég hef um nokkurt skeið velt því fyrir mér hvort að það sé ekki einmitt ástæðan fyrir því að Steingrímur er svona harður á að ganga frá málinu... að díllinn sé að ekki þurfi að borga á endanum en verður að ganga frá málinu til að vernda gallaða löggjöf Evrópusambandsins.
Save face dæmi.
Ólafur í Hvarfi (IP-tala skráð) 13.12.2009 kl. 00:53
Nei, það er vegna þess að hann ætlar að halda vinstri stjórn hvað sem það kostar okkur.
Elle_, 13.12.2009 kl. 01:39
Sæll Ómar - líka sem og; þið önnur, hér á síðu hans !
Ekki vil ég trúa; að jafn sigldur maður - sem þú Ómar; teljir hið eina bjargfasta, fyrir Ísland verða, að ganga skrifræðis Nazistunum, suður í Brussel (Berlín), á hönd - og taka upp forar vilpu pening þann, sem Evru ræfilinn er.
Verð; að minna þig á, að hluti Íslands, tilheyrir Norður- Ameríku, jarð fræðilega, og er það ætlan okkar margra, að lokast ekki, inni á hinum þrönga bás Evrópu krílisins - hvert; gengur sem lítill tangi, út úr hinni miklu Asíu, Ómar.
Mér sýnist; að þröngsýni þín, sé öllu meiri, sjálfs - en þeirra margra, sem þú sakar um, að hafa hina sömu - og; minna vil ég þig á, að innan ekki langs tíma, mun Austur- Asía, taka hér yfir - allvíða á Vesturlöndum, efnahagslega, að minnsta kosti - og er það vel, síðu hafi góður.
Evrópa; eða þorri hennar - verðskuldar ekkert annað, en auðmýkingu, eins og hún hefir komið fram, um víða veröld, í aldanna rás.
Með beztu kveðjum; úr Árnesþingi /
Óskar Helgi Helgason
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 13.12.2009 kl. 02:08
Mér var sagt og hef áreiðanlegar heimildir fyrir því að Ómar heyri raddir!
Sbr. pistilinn hér að ofan. Mér eiginlega sárnaði Ómar þegar þú talaðir um krónuna eins og hún væri ekki gjaldgeng. Ég kaupi allt fyrir krónur og lendi ekki í neinum vandræðum með það og er hvergi beðinn um að greiða með evrum.
Þetta kjaftæði um heilagleika evrunnar er að fara í pirrurnar á mér. En ég tel rétt að við greiðum Icasave og sendum reikninginn á Sjálfstæðisflokkinn.
Hafþór Baldvinsson (IP-tala skráð) 13.12.2009 kl. 02:16
Góður pistill hjá þér Ómar. Þú lætur engan bilbug á þér finna enda veistu hvað þú ert að tala. Talandi um dónaskap þeirra sem kommentera finnst mér alltaf fyndnast þegar öfga mennirnir hér á síðum senda tóninn og segja ,,þú ættir að skammast þín kona" þá kemur kvenfyrirlitningin svo vel í gegn hjá þeim. Það sýður á þeim að kona skuli dyrfast að hafa skoðanir og flagga þeim nema hún sé sama sinnis og þeir auðvitað.
Þórdís Bára Hannesdóttir, 13.12.2009 kl. 12:53
Sæll Ómar. Ég gæti vel trúað því þrátt fyrir allar þær hörmungar sem þú hefur orðið vitni að í gegnum störf þín erlendis fyrir Rauða krossinn; að þú hafir hvergi rekist á sambærilega hring-ormagryfju með sulli og og öllu tilheyrandi og þá sem og nærist hér á blogginu.
Atli Hermannsson., 13.12.2009 kl. 21:14
Hver var forsætisráðherra þegar Ísland ákvað að fara samningaleiðin í Icesave. Það eru ekki margir sem geta svarað því eða hvað?
Andri Geir Arinbjarnarson, 13.12.2009 kl. 21:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.