Tuggiđ í amstri dagsins
20.12.2009 | 17:45
ADDIS ABABA: Ţađ er ekki mikiđ um ađ vera í gömlu keisaraborginni á sunnudögum en samt er gríđarlegur mannfjöldi á ferli - sýna sig og sjá ađra, sennilegast. Viđ fórum tveir saman í gönguferđ um Piazza svćđiđ í miđborginni (upphaflega svo nefnt af Ítölum sem reyndu ađ leggja Eţíópíu undir sig fyrir síđari heimsstyrjöld); ţar voru eingöngu skóbúđirnar opnar og svo kaffihúsin. Kaffi er óvíđa betra en hér enda er ţessi hluti Afríku ekki ađeins vagga hins upprétta manns, heldur einnig kaffis. Vonandi tekst mér ađ ná međ mér poka eđa svo í jólauppáhellinguna.
Og hvarvetna voru menn ađ selja khat eđa tyggja khat runnalauf sem sögđ eru vekja mönnum nokkra gleđi og örvun í amstri dagsins. Ég sá ekki betur en ađ bćđi karlar og konur vćru ađ tyggja, frekar ţó eldri konur og alls ekki ungu skvísurnar sem ganga um hnarreistar og glćsilegar.
Af ţessu dópi fara misjafnar sögur. Germai, kollega minn sem fćddist í Erítreu en er nú orđinn Kanadamađur, stundađi nám hér í borginni í lok keisaratímans. Fyrir lokaprófin ţurfti hann ađ halda sér vakandi heilu sólarhringana og ţar kom ađ honum dugđi ekki ađ drekka sterkt kaffi. Skólabróđir hans fćrđi honum tuggu af khat og sagđi ađ ţetta myndi efalaust duga.
Svo fékk Germai sér tuggu og sofnađi umsvifalaust. Svaf í heilan sólarhring og rétt náđi í prófiđ sem hann marđi. Ţađ varđ lítiđ úr örvuninni í ţađ skiptiđ.
En ég dreg stórlega í efa ađ ţađ vćri efni í sjónvarpsfrétt hér í landi ţótt ţingmađur fengi sér tuggu af khat í hádeginu og greiddi svo atkvćđi um kvöldiđ.
Athugasemdir
Ţađ má međ sanni segja ađ sinn er siđur í landi hverju. Fróđlegur pistill frá framandi landi, takk fyrir ţađ.
Ţađ vćri kannski ráđ ađ gefa maraţonrćđumönnum á Alţingi smá khat vita hvort ţeir lognuđust útaf, sennilega ekki góđ hugmynd ć ć
Hólmfríđur Bjarnadóttir, 21.12.2009 kl. 02:16
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.