Bloggfærslur mánaðarins, október 2011
Stóra systir er krípí
19.10.2011 | 00:42
Það var ágætlega hugsað til að vekja athygli hvernig konurnar í Stóru systur kynntu herferð sína gegn vændiskaupendum í gær.
En er ekki eitthvað heldur krípí við að hópur fólks komi fram dulbúinn og veifi nöfnum, símanúmerum og netföngum annars hóps sem á að vera sekur um einhvern djöfuldóm?
Minnir aðeins á þessa grímuklæddu sem ævinlega eru fremstir í flokki þegar grýta þarf fólk og hús í nafni frelsis og lýðræðis.
Víst eru vændiskaup ólögleg og allt gott um það að segja. En þessi aðferð hugnast mér ekki ef baráttan er í góðs þágu, því þá dularklæðin?
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Meira sponsorship?
10.10.2011 | 23:34
Maður sat eins og lamaður eftir áhrifamikið og greinargott samtal Guðrúnar Ebbu Ólafsdóttur og Þórhalls Gunnarssonar í Sjónvarpinu í gærkvöld. Hún sýndi þar bæði hugrekki og visku.
Í framhaldinu hef ég farið að hugsa um annan vinkil á þessu viðtali. Sá vinkill kemur máli Guðrúnar Ebbu í raun ekkert við en er þessi:
Út er að koma bók sem vænta má að veki athygli og eftirvæntingu. Ríkisútvarpið-Sjónvarp ákveður að taka höfundana tali í sérstökum þætti á besta útsendingartíma. Samtímis setur útgefandinn í gang auglýsingaherferð þar sem vakin er athygli á sjónvarpsþættinum og að sala bókarinnar hefjist strax að honum loknum.
Er RÚV þá í samstarfi við bókaútgefandann? Ég man ekki til að hafa heyrt það nefnt í þættinum sjálfum eða kynningum á honum.
Eru ekki fleiri bókaútgefendur sem myndu vilja komast í slíkt samstarf?
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Glæpurinn í Geirfinnsmálinu
7.10.2011 | 17:01
Í Geirfinnsmálinu var víst framinn hræðilegur glæpur sem á sér fáar, ef nokkrar, hliðstæður í íslenskri réttarsögu. En það var ekki dómsniðurstaðan í málinu heldur lygarnar sem sakborningarnir, undir forustu Erlu Bolladóttur, beittu gegn saklausum mönnum, Klúbbmönnunum svokölluðu.
Nú er hún enn að segja sögur: var ég ekki að lesa einhvers staðar að hún héldi því nú fram að sér hefði verið nauðgað í gæsluvarðhaldsfangelsinu við Síðumúla? Aldrei í öllum málarekstrinum var á það minnst og voru þó gerðar athugasemdir við minni sakir en svo alvarlegt brot.
Ég er einn af þeim 2-3 íslenskum blaðamönnum sem fylgdust mest og best með þessu máli frá upphafi gerði satt að segja fátt annað í nokkur ár. Það sakar ekki að rifja það upp nú að það flækti málið óendanlega á sínum tíma að sjaldan var að marka það sem Erla og félagar hennar sögðu. Á endanum tókst þó að berja saman atvikalýsingu sem hinir ákærðu gengust við og á þeim játningum byggðist dómsorðið.
Hæstaréttardómurinn í Geirfinnsmálinu er svo sem ekki skemmtilesning en hann væri holl lesning mörgum þeim sem nú tala um ofbeldismenn og hrotta sem ljóngáfaða öðlinga og kórdrengi.
Sama þrasið
3.10.2011 | 23:55
Það var sama þrasið á þinginu í kvöld, sama þrasið og venjulega. Mikið óskaplega er þetta orðið leiðinlegt. Ekki undarlegt að maður sé með hausverk og leiða.
En þegar leiðinn er sem mestur og hausverkurinn verstur, þá neyði ég mig til að rifja upp hvers vegna við erum í þessari skítastöðu sem við erum í og hverjir komu okkur í hana. Það voru þeir sömu sem nú berjast um á hæl og hnakka gegn öllum framfaraskrefum.
Stefán Jón Hafstein greinir þetta betur en margir aðrir í nýrri grein í Tímariti Máls og menningar. Mæli eindregið með þeirri lesningu. Fyrir þá sem ekki nenna að ná sér í TMM má benda á þennan hlekk þar sem Stefán ræddi við Jón Orm Halldórsson og Ævar Kjartansson í útvarpsþættinum Landið sem rís fyrir rúmri viku síðan.
Það er raunar þáttur sem alltaf er þess virði að fylgjast með - þar halda Jón Ormur og Ævar uppi óvenju skynsamlegri umræðu um það sem skiptir máli.
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 23:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Til hvers er löggan ef ekki...?
2.10.2011 | 18:20
Löggan var að kvarta yfir því í gær að vera notuð sem "mannlegir skildir" við Alþingishúsið á meðan draslinu rigndi yfir þingmenn.
Eh, hérna...er ekki löggan til þess einmitt að gæta öryggis ríkisins?
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Burt með hann!
1.10.2011 | 12:14
Nú er maður alveg kjaftstopp. Forsetafrúin farin að mótmæla ríkisstjórn og alþingi á Austurvelli.
Frá hvaða plánetu er þetta fólk eiginlega?
Það er svo komið að mikilvægasta verkefnið framundan er að útvega forsetanum nýja vinnu og fá í staðinn einhvern sem er til í að vinna þjóð sinni gagn.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)