Bloggfærslur mánaðarins, júní 2010
Án samhengis
30.6.2010 | 21:15
Stöð 2 útskýrði ekki fyrir mér í kvöld hvaða áhrif "tilmæli" Seðlabankans og FME hafa á gjaldeyristengdu lánin heldur lét nægja að útskýra hver yrði munurinn á alls óverðtryggðum gengislánum og lánum með Seðlabankavöxtunum. Þetta var gagnslítið.
Sjónvarpið stóð sig betur - setti málið í það samhengi sem nauðsynlegt er: útskýrði stöðu láns með gengistryggingu, án gengistryggingar og svo með Seðlabankavöxtum. Samhengið er grundvallaratriði hér sem í annarri upplýsingamiðlun.
Hins vegar sé ég ekki betur en að Stöð 2 sé búinn að ná sér í hörkufínan fréttalesara - glæsilega unga konu sem ég náði ekki nafninu á og hef ekki séð þarna áður (enda búinn að vera í burtu í nokkrar vikur). Vonandi að þeir haldi í hana sem lengst.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Hikandi Sjálfstæðismenn
26.6.2010 | 17:47
Sjálfstæðisflokknum er vandi á höndum, eins og hinum flokkunum sem skópu þær aðstæður sem leiddu okkur í yfirstandandi hörmungar.
Bjarni Benediktsson er ekki öfundsverður af því að vera formaður í flokknum eins og fyrir honum er nú komið. Síst af öllu með aðeins 62% atkvæða á landsfundi.
Það getur ekki talist mjög afgerandi stuðningur.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Ákæra afþökkuð
26.6.2010 | 09:11
Af gefnu tilefni finnst mér rétt að það komi fram að ég er alveg á móti því að fá á mig ákæru vegna uppsteyts sem varð í Alþingishúsinu í 'búsáhaldabyltingunni' miðri.
Ég átti engan þátt í atganginum og er almennt á móti því að ráðist sé á hús og heimilisfólk.
Þeir sem kjósa að fara fram með slíkum hætti verða að axla sínar ákærur sjálfir. Þeir 700 sem hafa heimtað á sig samskonar ákæru fyrir einhvers konar meðsekt ættu endilega að finna sér eitthvað uppbyggilegra að þrasa um.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)